Spegillinn

Grindavík, smitsjúkdómar og bólusetningar, Ursula von der Leyen


Listen Later

19. febrúar 2024
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að Grindvíkingar mættu frá og með morgundeginum dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn.
En þó að aðgangur hafi verið rýmkaður er varla hægt að segja að lögreglustjórinn telji fýsilegt að dvelja í bænum; segir reyndar í tilkynningu að aðstæður sé ekki boðlegar fyrir búsetu í húsum, hann býst ekki við að margir kjósi að dvelja þar næturlangt þó að það sé heimilt. Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Ásrúnu Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur.
Tveir nemendur og tveir starfsmenn Hraunavallaskóla í Hafnarfirði greindust með hettusótt á dögunum. Nemendurnir voru bólusettir en starfsmennirnir ekki.* Grunur er um fleiri smit, sem öll tengjast þessum skóla og þeim einstaklingi sem fyrst greindist. Um 200 nemendur og flestir starfsmenn skólans hafa nú verið bólusett og verið er að bólusetja starfsfólk og nemendur í öðrum skólum Hafnarfjarðar. Ævar Örn Jósepsson ræðir farsóttir og bólusetningar við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, yfirlækni bólusetninga við Landlæknisembættið.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins síðastliðin fimm ár, tilkynnti að hún hefði að vandlega athuguðu máli ákveðið að sækjast eftir að fá að gegna embættinu fimm ár til viðbótar. Hún hefur þegar tryggt sér stuðning flokks síns, Kristilegra demókrata og vonast til að Evrópski þjóðarflokkurinn, EPP, bandalag evrópskra mið- og hægriflokka, fallist einnig á að tefla henni fram. Ásgeir Tómasson segir frá.
*Í upprunalegri færslu stóð að öll fjögur sem smituðust hafi verið óbólusett. Hið rétta er að aðeins starfsmennirnir voru óbólusettir, en börnin voru bólusett.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners