Næstu vikur ætlum við að ferðast um höfuðborgarsvæðið og skoða byggingar sem eiga samkvæmt skipulagi að hverfa úr borgarlandslaginu. Við heimsækjum þessar byggingar með minjaverði Reykjavíkur, Henný Hafsteinsdóttur, og fáum að heyra af sögu þeirra og samhengi. Leiðangurinn hefst í þætti dagsins, í Grjótmulningsstöðinni á Höfða.
Óskar Arnórsson, arkitekt, flytur líka pistil undir yfirskriftinni Arkitektúr og fötlun og í tilefni af afmælishátíð til heiðurs Svövu Jakobsdóttur rifjum við upp viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur. Þar segir hún frá Svövu, konunni, pólitíkusnum og rithöfundinum, en einnig frá vináttu þeirra, sem hófst í barnæsku.