„Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er erfitt að vera tré á Íslandi,“ segir Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, en hún vinnur nú að verkinu Gróðursetningu í móanum við Ásbraut í Kópavogi. Verkið er lifandi skúlptúr sem mótast af rótarskotum íslenskra plantna. Hugmyndin á að hluta til rætur að rekja til flugviskubits, en Bergrún Anna er alin upp á milli Nýja - Sjálands og Þórshafnar. Meira um það í Víðsjá dagsins. Einnig kynnum við okkur pólsku jazz sveitina O.N.E. og heyrum fyrstu myndlistarrýni vetrarins, en Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og myndlistarkona, mun vera með regluleg innlegg í þættinum, með pælingum og rýni í myndlistarsýningar og senuna í víðara samhengi.