Afar erfiðar aðstæður voru á vettvangi þar sem maður grófst undir snjóflóði í hlíðum Móskarðshnúka í dag. Maðurinn náðist úr flóðinu tveimur tímum eftir að flóðið lenti á honum.
Verkalýðsfélag sjómanna og námuverkamanna í Namibíu gagnrýnir dótturfélög Samherja harðlega fyrir framkomu sína gagnvart sjómönnum sem starfað hafa hjá félögunum.
Fulltrúar almannavarna, Landlæknis, Landspítalans og fleiri ræddu þann möguleika á stöðufundi í morgun, að loka Íslandi vegna Wuhan-veirunnar. Ólíklegt er þó að það verði gert.
Engar vísbendingar eru um að kvika sé komin nálægt yfirborði jarðar á Reykjanesskaga. Þetta sýna gasmælingar sem gerðar voru í dag.
Samkvæmt bráðabirgðatölum voru tekjur Vaðlaheiðarganga um 290 milljónir undir áætlun í fyrra.
Halldór Bjarki Ólafsson, læknanemi við Háskóla Íslands, hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.
Bretland gengur úr Evrópusambandinu á miðnætti á föstudag, 31. janúar. Óljóst er hvernig samskipti Breta og ESB ríkja verða í framtíðinni, ekki hefur verið samið um það enn. Bogi Ágústsson talar við Gylfa Magnússon og Dóru Sif Tynes.
Aðgerðir stjórnvalda eru fordæmalausar. Þau hafa ráðlagt fólki að halda sig sem mest innan dyra og fá lækni heim ef þarf. Wuhan-borg er sögð minna á draugaborg, göturnar auðar og enginn fer út öðruvísi en grímuklæddur. Áramótin eru venjulega gleðitími, tími samveru og fjöldasamkoma en ekki í ár. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.