Íbúðalánasjóði var óheimilt að krefja lánþega um uppgreiðslugjald lána samkvæmt dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Reikna má með að þúsundir lántakenda eigi rétt á tug milljarða endurgreiðslu.
Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikla lögreglurannsókn. Þeir er grunaðir um framleiðslu á ofskynjunarlyfinu DMT.
Fasteignasala náði hámarki í september. Nokkuð dró úr henni í október og nóvember, ekki vegna minni eftirspurnar heldur vegna minna framboðs.
130 ára bið Náttúruminjasafns Íslands eftir varanlegu húsnæði er lokið. Gerður hefur verið samningur um að safnið flytji út á Seltjarnarnes.
Alþýðusamband Íslands vill að kjör starfsfólks í ferðaþjónustunni verði bætt þegar uppbygging greinarinnar hefst eftir Covid. Taka verði tillit til hagmuna launafólks í stefnumótun stjórnvalda um framtíð ferðaþjónustunnar. Arnar Páll Hauksson talar við Guðbjörgu Kristmundsdóttur.
Frá því Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiður 2016 að ganga úr Evrópusambandinuum, hafa margir úrslitafrestir liðið. Hinn eini skýri frestur er að aðild Breta endar nú um áramótin: 1. janúar eru Bretar ekki lengur ESB-ríki. Bretar eru að semja við ESB um fríverslunarsamning til framtíðar, en óljóst hvort semst. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur.
Norðmenn eru farnir að búa sig undir kosningabaráttu og tæpt ár þar til kosið verður til Stórþingsins. Stóru flokkarnir, sem ráðið hafa ferðinni undanfarin ár, horfa nú uppá Miðflokkinn, flokk bænda, skjótast fram úr þeim í könnunum. Meira los er á fylgi flokkanna en verið hefur í áratugi. Gísli Kristjánsson segir frá.