Guðmundur Felix Grétarsson er farinn að geta hreyft upphandleggina. Á hann voru græddir handleggir og axlir fyrir rúmri viku og var það í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Guðmundur segir draugaverkir sem hann var með fyrir ágræðslu hafi aukist til muna. Kristín Sigurðardóttir tók saman.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stöðu afvopnunarmála í heiminum áhyggjuefni en Ísland hefur ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana.
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til rúmlega 54 þúsund tonna loðnukvóta á yfirstandandi vertíð.
Réttarhöld yfir Donald Trump fyrrverandi bandaríkjaforseta hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir helgi. Hann er sakaður um að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á þinghúsið í Washington. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Fjallvegir eru víða ófærir á norðanverðu landinu,
Landspítali tók í dag í notkun 3.400 fermetra húsnæði að Eiríksgötu 5. Þar verður klínísk starfsemi, fjarheilbrigðisþjónusta og göngudeildarþjónusta fyrir konur með brjóstakrabbamein. Bjarni Rúnarsson sagði frá.
Tónlistarmaðurinn Mugison veit ekki hvað manni sem auglýsti streymistónleika í nafni The Mugison gekk til og finnst það óþægilegt þó að ekki hafi verið krafist greiðslu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Örn Elías Guðmundsson.
----
Í kosningum frá hruni hefur orðið mikil endurnýjun á þingi en Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði á ekki endilega von á því að svo verði í haust. Það yrði þá helst ef stórfelldar breytingar verða á fylgi flokka. Hann telur líkur á að 7-9 flokkar eigi menn á þingi eftir kosningar, nú eru þeir átta en afarbrýnt sé að breyta kosningalögum til auka á jöfnuð. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir ákvörðun flugfélagsins Bláfugls að segja upp 11 flugmönnum félagsins í miðri kjaradeilu. Það sé brot á lögum og jafnframt að ráða aðra flugmenn í staðinn á lægri kjörum. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
Náttúruauðlindir eru ekki alltaf nýttar til góðs. Mýmörg dæmi um lönd sem eru þjökuð af svokallaðir ,,auðlindabölvun.“ Nýting Norðmanna á sinni olíu gefur þó tilefni til að tala um ,,auðlindablessun“ og Norski olíusjóðurinn er ein skýring þess. Sigrún Davíðsdóttir heldur áfram að fjalla um þjóðarsjóð.