Sunna Valgerðardóttir ræðir við Gunnar Gíslason, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðismanna á Akureyri, Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa og oddvita Samfylkingarinnar á Akureyri, og Hlyn Hallsson, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri. Rætt er um brottvísanir hælisleitenda, þriggja ára afmæli Samherjamálsins og stöðu Samherja á Akureyri, stöðu bæjarsjóðs, nafnbreytingu á Akureyrarkirkju og fleira. Þátturinn er sendur út frá Akureyri að þessu sinni. Tæknimaður er Þorbjörn Gísla Kolbrúnarson.