Vikulokin

Gunnar Helgi, Bryndís, Friðrik


Listen Later

Í gær lagði forsætisráðherra fram þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá loksins er komin skýrari mynd á eina stærstu breytingu sem orðið hefur á stjórnarráðinu um langan tíma. Tvö ný ráðuneyti verða til, ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar annars vegar og hins vegar ráðuneyti ferðamála, viðskipta og menningar. Þá eru gerðar misveigamiklar breytingar á málaflokkum allra annarra ráðuneyta nema fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis.
Skýringar sem gerðar eru á þessum breytingum eru kröfur um sveigjanleika og viðbragðsþrótt samhliða örum samfélagsbreytingum - eins og segir í þingsályktunartillögunni. Það vakti ekki síður athygli þegar tilkynnt var um uppskipan stjórnarráðsins og nýja ráðherra hve mörg ráðuneyti fóru á milli þeirra flokka sem mynda ríkisstjórn - og að einu ráðherrarnir sem héldu sínum ráðuneytum voru formenn flokkanna.
Talsverð eftirvænting var um hvaða flokkur fengi yfirráð yfir lykilráðuneytum á borð við heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti og þótti sá flutningur sem varð milli flokka til marks um breytta stefnu ríkisstjórnarinnar og mögulega átök sem hafa orðið í stjórnarmyndunarviðræðum. Það þótti veikleikamerki fyrir vinstri græn að þurfa að láta umhverfisráðuneytið af hendi til sjálfstæðisflokksins og sú niðurstaða að framsóknarflokkurinn hefði fengið heilbrigðisráðuneytið þótti lýsandi fyrir þann mikla stefnuágreining í málaflokknum sem var milli sjálfstæðismanna og vinstri grænna.
Gestir:
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar,
Friðrik Jónsson formaður BHM sem er stéttarfélag stórshluta starfsfólks stjórnarráðsins
Umsjón: Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VikulokinBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

4 ratings


More shows like Vikulokin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Bylgjan by Bylgjan

Bylgjan

3 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners