Gestir þáttarins voru Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður og einn stofnanda Sósíalistaflokksins, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, og Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Rætt var um ferðamenn í lífshættu á Langjökli, bætur sem ríkið greiddi Ólínu Þorvarðardóttur eftir að Þingvallanefnd braut jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar, loðnuleit og fundarhöld Gunnars Smára og Ögmundar Jónassonar um kvótakerfið og álag á Landspítalanum.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson