Spegillinn

Hækkanir til forstjóra og innviðaráðherra um Vegagerðina


Listen Later

Spegillinn 7. mars 2023. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Kormákur Marðarson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Seðlabankastjóri hvetur til þjóðarsáttar til að kveða niður verðbólgu en laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni hækkuðu ríflega í fyrra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það vont að laun forstjóra hækki umfram önnur, ekki síst í núverandi umhverfi verðbólgu og kjarasamninga.
Stjórn Landsvirkjunar ætlar að leggja til að greiða út 20 milljarða arð í ríkissjóð fyrir seinasta ár. Þar að auki greiðir Landsvirkjun 30 milljarða í tekjuskatt, svo heildargreiðslan nemur 50 milljörðum. Skuldastaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Bjarni Rúnarsson ræddi við hann.
Tífalt meiri olía fór í fjarvarmaveitur á Vestfjörðum árið tvö þúsund tuttugu og tvö en árið áður. Þá varð Orkubú Vestfjarða að keyra varaafl vegna skerðingar á raforku frá Landsvirkjun, í fimmtíu og fjóra daga. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Elías Jónatansson forstjóra Orkubús Vestfjarða.
Meirihluti þings Sama í Noregi krefst þess að óháð rannsóknarnefnd verði skipuð vegna vindorkuversins í Fosen í Þrændalögum. Ríkið geti ekki sjálft rannsakað málið þar sem orkuverið sé rekið í gegnum ríkisfyrirtækið Statkraft. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Matvælastofnun er uggandi yfir komu farfugla til landsins vegna mikillar útbreiðslu fuglaflensu á vetrarstöðvum þeirra. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla segir veiruna hafa aðlagast og því sé alifuglum hættara við að smitast. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana.
--------------
Ríkisendurskoðun gerir meðal annars athugasemdir við reikningsskil Vegagerðarinnar og telur að efla þurfi þar öryggisstjórnun. Í gær voru kynntar tvær skýrslur ríkisendurskoðunar um Vegagerðina, Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra.
Æðstu ráðamenn Kína hafa ekki sparað stóru orðin í garð Bandaríkjanna á ársfundi fastanefndar Alþýðuþings landsins sem hófst á sunnudag. Ásgeir Tómasson sagði frá, heyrist í Qin Gang, utanríkisráðherra Kína og Celiu Hatton, yfirmanni fréttaþjónustu breska ríkisútvarpsins BBC í Kyrrahafsasíuríkjum.
Katrín Kristjana Hjartardóttir framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir nema hafa mætt afgangi í menntamálum. Sambandið kallar eftir úttekt á árangri og áhrifum styttingar framhaldsnámsins. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners