Viðbúið er að farið verði að bjóða upp á bólusetningu barna allt niður í hálfs árs aldur eftir áramót, segir barnalæknir. Skynsamlegt sé að forða börnum frá veikindum og langtímaáhrifum covid.
Mikil eftirspurn er eftir að komast í hraðpróf sem greina covid-sýkingu á innan við korteri. Nokkur einkafyrirtæki bjóða upp á þau.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á morgun hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 23. ágúst verða opnaðir kjörstaðir í Smáralind og Kringlunni.
Prófessor í stjórnmálafræði telur það nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. Taka þurfi yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.
Foreldrar og börn verða að ræða hvort þau ætli að þiggja bólusetningu við COVID-19, segir umboðsmaður barna. Hún segir að langflest tólf ára börn ættu að vera nógu þroskuð til að ræða málið af skynsemi og taka verði tillit til skoðana þeirra. Séu foreldrar og börn ósammála megi hugsanlega hinkra með bólusetningu og séu foreldrar innbyrðis ósammála sé hægt að leita ráðgjafar heilbrigðisstarfsfólks. Ragnhildur Thorlacius talar við Salvöru Nordal umboðsmann barna.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um langtímaaðgerðir í baráttunni gegn COVID-19. Hann segir ljóst að grípa þurfi til hertra aðgerða ef Landspítalinn ræður ekki við ástandið. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir spurði Þórólf í dag um hvað felist í tillögunum um langtímasóttvarnaaðgerðir.
Hiti á jörðinni hækkar og þar með hækkar verð á losunarkvótum fyrir mengandi orku. Vegna þessa hafa Norðmenn náð selja 10 prósent af sinni raforku beint úr landi það sem af er ári og reikna með tvöföldun á næsta ári. Mengunin í Evrópu eykur áhugann á raforku um sæstrengi frá norðlægum löndum. Gísli Kristjánsson segir frá.