Gestir Vikulokanna voru Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi formaður Viðreisnar og norður á Akureyri er Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Rætt var um nýja samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar, lífskjarasamninga í uppnámi, ákvörðun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair, Khedr-fjölskylduna frá Egyptalandi sem fékk landvistarleyfi af mannúðarástæðum, umfjöllun Kveiks um hugsanlegt brot Eimskipafélagsins, landsþing Viðreisnar sem fram fór á netinu og kosningaveturinn framundan.