Gestir Vikulokanna voru Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Rætt var um frumvarp um þungunarrof sem samþykkt var á Alþingi en meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti. Þá var rætt um ráðgefandi úrskurð siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið í bága við siðareglur þingsins þegar hún sagði rökstuddan grun um að annar hefði dregið að sér fé.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon.