Valsmenn mættu virkilega ákveðnir til leiks í gær og það var greinilegt að þær ætluðu sér að landa þeim stóra og þeir félagar hrósuðu Antoni Rúnarssyni sérstaklega en þeim fannst hann vera frábær í úrslitakeppninni og stýrði sínum mönnum virikilega vel. Þá hrósaði þríeykið Snorra Steini Guðjónssyni þjálfara Vals en þeim félögum finnst hann hafa verið að sýna að hann er virkilega fær þjálfari Haukarnir hins vegar ollu þeim miklum vonbrigðum en þeir hreinlega mættu aldrei í þessa veislu sem úrslitaeinvígið var. Alltof margir leikmenn hjá þeim virtust ekki tilbúnir í þetta einvígi og virtist sem að Haukaliðið væri að láta hluti fara í taugarnar á sér.