Þjóðaröryggisráð Írans segir að Bandaríkjamenn megi búast við hefndum fyrir að hafa orðið Qasem Soleimani, einum valdamesta manni landsins, að bana. Hann lét lífið í árás Bandaríkjahers í nótt.
Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor, gengur laus á meðan lögregla rannsakar mál hans. Landsréttur hafnaði í dag kröfu lögreglunnar um að hann sæti fjögurra vikna gæsluvarðhaldi.
Leit hefur staðið yfir í allan dag á Snæfellsnesi að Andirs Kalvan. Ekkert hefur heyrst frá honum frá því fyrir helgi. 150 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni.
Öll börn fædd eftir 2019 verða bólusett við hlaupabólu á árinu. Nokkur fjöldi barna leggst inn á Barnaspítalann eftir að hafa fengið hlaupabólu á hverju ári
Þá má búast við blindhríð víða um land á morgun en að það hláni þegar líður á daginn.
Þó að margt megi um Donald Trump segja þá er hann ekki herskár og ætlar sér ekki í stríð í Miðausturlöndum og það yrði honum ekki til framdráttar í forsetakosningunum í haust, segir Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Albert.
Magnús Þorkell Bernhardsson, prófessor í málum Mið-Austurlanda við Williams háskóla í Bandaríkjunum hefur áhyggjur af því sem kann að gerast í framhaldinu. Hann segir að í Íran sé litið á þetta sem árás á Írani.
Fólk byggði ekki hús, það jarðaði ekki ástvini sína, margra alda þekking á bæði gull- og járnsmíði glataðist. Á rúmlega hundrað ára tímabili, frá árinu 536 til 650 virðist sögunni ekkert hafa undið fram í Noregi og Svíþjóð. Það hafa fáar minjar fundist frá þessum tíma en hvers vegna? Þegar vísindamenn fóru, á níunda áratug síðustu aldar, að skoða þetta tímabil í ljósi gamalla goðsagna um fimbulvetur fóru brotin að raðast saman. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.