Gestir vikulokanna voru þau Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri. Þau ræddu meðal annars vendingar í borgarstjórn þar sem meirihlutinn er sprunginn og viðræður um myndun nýs meirihluta standa yfir, stöðuna í kjaradeilu kennara og alþjóðamál út frá yfirlýsingum Bandaríkjaforseta í vikunni.