Formaður fjárlaganefndar segir að stjórnendur Íslandspósts verði að taka ábyrgð á rekstrarvanda félagsins. Ríkisendurskoðandi telur fulla ástæðu til þess að ráðast í margvíslegar hagræðingaaðgerðir innan Íslandspósts.
Strangar kvaðir eru í nýjustu lóðarvilyrðum fyrir nýbyggingar frá Reykjavíkurborg til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Langur biðlisti hefur myndast eftir íbúðum í Gufunesi.
Bandaríkjaforseti segir ummæli stjórnvalda í Íran í garð Bandaríkjanna bera vott um fávisku. Ráðist Íranar gegn Bandaríkjunum verði þeim svarað með yfirgnæfandi afli.
Fáar humlur og geitungar eru á sveimi þetta sumarið en skordýrafræðingur segir óþarfa að örvænta.
Bankahrunið 2008 sýndi að eftirlitsyfirvöld féllu á prófinu. Gjaldþrot flugfélagsins Wow vekur aftur spurningar um eftirlit. Sigrún Davíðsdóttir.
Ákveðið stefnuleysi hefur undanfarið ríkt í málefnum fólks með heilabilun. Nú eru blikur á lofti því drög að fyrstu stefnu í málaflokknum voru birt í gær. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Jón Snædal og Vilborgu Gunnarsdóttur.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Mark Eldred.