Heimsglugginn

Heimsbyggðin ekki söm fyrr en nánast allir hafa verið bólusettir


Listen Later

Bogi Ágústsson og Sigmar Guðmundsson ræddu ýmislegt varðandi kórónuveiruna, efnahagsleg áhrif og viðbrögð hlutabréfmarkaða sem hækkuðu óvænt í gær vegna frétta um að hugsanlega væri styttra í lyf sem gagnast gegn COVID-19 en talið var. Þetta gerist þrátt fyrir skuggalegar efnahagstölur frá Bandaríkjunum þar sem lengsta hagvaxtartímabili sögunnar hafi lokið mjög bratt. Lyfið nefnist remdesivir og prófanir á 1100 sjúklingum í Bandaríkjunum benda til þess að
þeim sem hafa veikst af COVID-19 og fengið remdesivir batni 31% hraðar en þeim sem fengu lyfleysu.
Breska viðskiptablaðið Financial Times ályktar að mun fleiri hafi látist af völdum COVID-19 en opinberar tölur segi. Financial Times hefur rýnt í tölur um látna í 14 ríkjum og telur að sennilega hafi 60% fleiri látist en opinberar tölur segja. Þetta gera blaðamenn Financial Times einfaldlega með því að bera saman hversu margir létust að jafnaði í þessum 14 löndum á árunum 2015-2019 og hversu margir hafa dáið í ár. New York Times hefur gert svipað í sjö ríkjum í Bandaríkjunum og komist að því að um 50% fleiri hafi dáið í ár en búast hefði mátt við samkvæmt meðaltali síðustu fimm ára.
Bill Gates, stofnandi tölvufyrirtækisins Microsoft, sagði í viðtali við Financial Times meðal annars að efnahagsáfallið nú væri líklega versta höggið í sögunni, verra en kreppan mikla á fjórða áratug 20. aldar. Hann telur einnig að heimsbyggðin öll verði ekki söm fyrr en búið verður að bólusetja næstum allt mannkyn.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

227 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Beint í bílinn by Sveppalingur1977

Beint í bílinn

28 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Ólafssynir í Undralandi by Útvarp 101

Ólafssynir í Undralandi

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners