Bogi Ágústsson fjallaði um dönsk varnarmál og heimsókn Trumps Bandaríkjaforseta til Bretlands.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana sagði í gær að Danir ætluðu að kaupa langdrægar eldlaugar. Frederiksen lýsti ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem þáttaskilum í dönskum varnarmálum. Aðeins eru örfáir dagar frá því að tilkynnt var um kaup á loftvarnarflaugum sem voru mestu vopnakaup í danskri sögu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í Bretlandi og gestgjafarnir hafa skemmt honum með íburðarmiklum seremóníum og skrautsýningum. Allt var þetta á bak við lokaða múra Windsor-kastala svo forsetinn yrði ekki var við nein mótmæli.