Spegillinn 20.4.2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi í dag frumvörp til laga um hertar sóttvarnir á landamærunum. Samkvæmt þeim verður hægt skylda alla í sóttvarnahús sem koma frá löndum þar sem smit eru eitt þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa. Rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra.
Blóðtappa skal skrá sem afar sjaldgæfa aukaverkun af bóluefni Janssen. Þetta er niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu sem rannsakaði tengsl bóluefnisins við blóðtappamyndun. Rætt við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni
Þingmaður Miðflokksins spurði á Alþingi í dag hvort stefnan um skóla án aðgreiningar væri of dýru verði keypt. Árangur grunnskólanemenda í PISA-könnunum væri skelfilegur og lesskilningur í frjálsu falli. Heyrist í Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Karl Gauta Hjaltasyni þingmanni Miðflokksins
Lengra efni:
Miklir fjármunir spöruðust í heilbrigðiskerfinu eftir að farið var að bólusetja börn við pneumokokkum hér á landi. Þetta kemur fram í grein sem nýlega var birt í vísindaritinu PlosOne. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Elías Snæbjörn Eyþórsson, lækni um sparnaðinn sem myndast í heilbrigðiskerfinu vegna bólusetninga gegn pneumokokkum
Allt er á suðupunkti í Bretlandi vegna evrópsku ofurdeildarinnar í fótbolta sem tólf evrópsk knattspyrnulið ætla að stofna. Krísufundur var haldinn á skrifstofu forsætisráðherra í Downing-stræti. Sigrún Davíðsdóttir segir frá
Og við segjum líka frá málaranum sem var ekki til síðar í Speglinum. Eigandi gallerís í Noregi seldi, í mörg ár, málverk sem hann sagði að væri eftir heimsþekkta málara en í ljós kom að hann málaði þau sjálfur. Arnar Páll Hauksson, tók saman