Hildur Sigurbergsdóttir hefur rannsakað sögulegar heimildir um samskipti Íslendinga sem fluttu til Nýja-Íslands fyrir aldamótin 1900 við frumbyggja sem þar bjuggu fyrir. Hildur er meðal fyrirlesara á málþingi um vesturfara sem haldið verður í Eddu á morgun, í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá stofnun Nýja-Íslands í Kanada og kemur í hljóðstofu. Hildur Hákonardóttir er ein af okkar fremstu myndlistarkonum og á einnig að baki ritferil þar sem náttúran kemur mikið við sögu. Um helgina gefur hún út bók sem hún kallar Ef ég væri birkitré, þar sem hún vefur saman persónulegum hugleiðingum við sögulegar og hagnýtar upplýsingar um birkið, tré sem hefur mótað landið og menningu okkar frá landnámi. Katla Ársælsdóttir fór á frumsýningu í Tjarnarbíói um síðustu helgi, á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare í leikstjórn Maríu Ellingsen og Magnúsar Thorlacius og rýnir í verkið í þætti dagsins.