Gestir þáttarins voru Óttar Guðmundsson geðlæknir, Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður ráðherra og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fjallað var um fréttir um illa meðferð á íbúum vistheimilisins Arnarholts á síðustu öld, sóttvarnaraðgerðir, bóluefni sem er hugsanlegt að komist í almenna dreifingu snemma á næsta ári, og úttekt um hvað fór úrskeiðis þegar hópsmit kom upp á Landakoti.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred