Spegillinn

Hjálpargögn komast ekki til Gaza og áhrif loftslagsbreytinga í hafinu


Listen Later

20. október 2023
Skortur er farinn að sverfa að á Gaza og enn hefur flutningabílum sem bíða með hjálpargögn við landamæri Egyptalands ekki verið hleypt í gegn. Hamas sagðist hafa sleppt tveimur bandarískum gíslum af mannúðarástæðum síðdegis.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í morgun við undirskriftum meira en tvö þúsund manns sem hvetja stjórnvöld til að fordæma stríðsglæpi Ísraelshers og fjöldamorð á Gaza.
Heilbrigðisráðherra segir brýnt að auka forvarnir og fræðslu um skaðsemi ljósabekkja, sé notkun þeirra að aukast hjá ungmennum.
Tveir hafa farist í flóðum í Skotlandi þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi. Fárviðri og flóð hrella Dani og ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en á sunnudag.
Starfsfólk heilsugæslunnar á Akureyri er uggandi vegna uppsagna og skipulagsbreytinga sem kynntar voru á dögunum. Stjórnendur segja breytingarnar til bóta og þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki.
Bleiki dagurinn, hápunktur árvekniátaks Krabbameinsfélagsins vegna krabbameina hjá konum er í dag. Árlega greinast 916 konur með krabbamein.
Fastagestir í Laugardalslauginni kættust þegar hún var opnuð í dag eftir þriggja vikna lokun og viðgerðir.
-----------
Áratuga átök milli Ísraels- og Palestínumanna eru blóðugri en nokkru sinni og engin lausn möguleg önnur en viðurkenning á báðum ríkjum segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en hún er ekki í augsýn í bráð.
Síðustu 20 ár hefur sjávarhitinn verið hár hér við land, sérstaklega fyrir norðan land og líklegt að svo verði áfram, breytingar á sjávarhita og straumum eiga eftir að verða miklar á næstu tíu árum og svo gæti farið að loðna til dæmis hverfi frá Íslandi til Grænlands. Sjónum beint að sjónum í umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga.
Í dag er glatt í gömlum hjörtum, - allnokkrum að minnsta kosti því brýnin í Rolling stones gáfu út plötu í dag, þá fyrstu með frumsömdu efni í átján ár.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

28 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners