Aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur verið boðið að færa 50 yfirvinnustundir inn í föst mánaðarlaun, sem tryggir þeim sem greiða í B-deild lífeyrissjóðs LSR hærri lífeyrisgreiðslur. Formaður Lögreglustjórafélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þetta.
Forsætisráðherra Bretlands telur að enn sé unnt að ná góðum samningi um brotthvarf landsins úr Evrópusambandinu. Enn þá sé þó eftir að leysa úr mikilvægum ágreiningsmálum.
Netöryggi íslenskra fyrirtækja er verulega ábótavant að mati netöryggissérfræðings. Íslenskan í fölskum tölvupóstum er orðin það góð að sterkur grunur er um að Íslendingar aðstoði hakkara við netglæpi.
Atvinnulíf í Grímsey er of einhæft og því er það mikið áfall fyrir íbúa þegar kvótinn er seldur burt. Þetta segir fagstjóri í sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
Einsemd og félagsleg einangrun eru hættuleg heilsunni, segir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Þar fær fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með margvíslegum hætti.
Fulltrúi landlæknisembættisins fagnar því að í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sé lagður til sykurskattur og vill helst banna nammibari.