Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu hertar aðgerðir í Evrópuríkjum vegna kórónuveirunnar við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins. Bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til lokana til að reyna að koma böndum á COVID-19 faraldurinn.
Þá ræddu þau stöðuna í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar fimm dagar eru til kosninga. Kannanir benda til sigurs Joe Biden og að Demókratar geti unnið meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. En kannanir spáðu ekki rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna 2016, gæti það sama gerst aftur?