Sameinuðu þjóðirnar lýstu formlega yfir hungusneyð í Gaza-borg og nágrenni hennar í morgun. Talið er að allt að hálf milljón manna eigi í hættu að deyja úr hungri sem er lýst sem manngerðri hörmung.
Skemmdarverk sem rakin eru til rússneskra stjórnvalda og árásir þeirra á mikilvæga innviði í Evrópu hafa færst í aukana á undanförnum árum. Fjöldi þessara atvika hefur næstum fjórfaldast síðan 2023.
Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Hægi ekki á fordæmalausri fækkun gæti stofninn horfið á næstu árum.