Spegillinn

ÍL-sjóður, kosningar í DK og áhrif kelta á menningu og tungu


Listen Later

Spegillinn 25. október 2022.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess á Alþingi í dag að umræðu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra yrði frestað. Ráðherra sakaði þingmennina um málþóf.
Ekkert samráð var haft við bæjarstjórn þegar ríkið ákvað að leigja Kumbaravog á Stokkseyri fyrir móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd. Íbúum fjölgar þar með um rúm 10% og bæjarstjóri segir staðsetninguna ekki hentuga.
Stjórn Símans leggur til ríflega þrjátíu og eins og milljarðs arðgreiðslu á hluthafafundi á morgun eftir mikinn hagnað vegna sölu dótturfélagsins Mílu.
Mjótt er á munum milli flokkablokkanna í Danmörku fyrir þingkosningar að viku liðinni.
Í síðustu viku kynnti fjármálaráðherra skýrslu um stöðu ÍL sjóðs. Sjóðurinn er stórskuldugur og staða hans versnar um einn og hálfan milljarð á mánuði. Fjármálaráðherra, skyldi engan undra, vill nú grípa þar inn í og reyna að lágmarka þann kostnað sem ríkið fyrirsjáanlega ber vegna stöðunnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Danir ganga að kjörborðinu að viku liðinni. Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti fyrir þremur vikum um kosningar fyrsta nóvember. Kosningabaráttan hefur því verið stutt, en ekkert tiltakanlega snörp að sumra mati.
Tvær flokkablokkir berjast um völdin í Danmörku, sú rauða þar sem mið- og vinstriflokkar fylkja sér saman og bláa blokkin með mið- og hægriflokkum. Skoðanakannanir að undanförnu sýna að hvorug blokkin nær meirihluta á þingi, en fylgið við þá rauðu er þó sjónarmun meira. Sú nýjasta frá Epinion sem danska ríkisútvarpið DR og Altinget birtu um helgina sýnir að rauða blokkin fær 82 þingsæti og sú bláa fær 75.
Vera kann að keltnesk áhrif séu mun meiri í menningu okkar Íslendinga en við höfum haldið. Örnefni og orð í tungumálinu eiga gjarnan meira skylt við keltnesku en norræn tungumál. Erfðarannsóknir benda til þess að meira en helmingur landnámskvenna hafi verið Keltar. Keltar námu land víða um Vestur- Evrópu, í Skotlandi, Írlandi, Frakklandi og Spáni. Júlíus Sesar barðist við Kelta á fyrstu öld fyrir krist og þá voru þeir drepnir þúsundum saman.
Hér á landi gætu áhrif þeirra verið meiri en okkur grunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni bók eftir Þorvald Friðriksson fornleifafræðing sem nefnist Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners