Við heyrum í dag raddir úr ólíkum áttum, áttum sem oftar en ekki er stillt upp sem andstæðum, röddum sem þó kalla eftir því sama; friði. Við heyrum pistil frá barnaskólakennara á Gaza, hinni 28 ára gömlu Reham Khaled. Khaled er líka skáld og næmur penni og um miðbik þáttar heyrum við þýðingu Guðrúnar Hannesdóttur á ákalli Reham Khaled, Örvæntingarópið sem enginn heyrir. Við hringjum líka til Ísrael til að ræða við Ilan Volkov, fyrrum aðalhljómsveitarstjóri SÍ, sem vakti mikla athygli síðasta fimmtudagskvöld, þegar hann hélt ræðu að loknum Proms tónleikum í Royal Albert Hall og kallaði eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins til að stöðva hörmungarnar á Gaza.
Guðmundur Steinn Gunnarsson sendi nýverið frá sér plötu með Ensamble Adapter sem gerir hrynjandi kvæða eða sérstakra braghátta að rannsóknarefni sínu og nefnist hún Clavis Metrica eða Háttatal. Við ræðum við Guðmund Stein um háttatalið í þessum þætti sem er einmitt sendur út á degi rímnalagsins. Við hugum líka að sterkustu stelpu í heimi. Trausti Ólafsson fjallar um Línu langsokkur var frumsýnd um helgina í Þjóðleikhúsinu.