Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Þórdís Kolbrún R.Gylfadóttir utanríkisráðherra segir algera samstöðu ríkja meðal bandamanna Úkraínu um að innlimun Rússa á héruðum í Úkraínu sé fyrir neðan allar hellur og að atkvæðagreiðslan um síðustu helgi sé marklaus. Þórdís Arnljótsdóytytir ræddi við hana.
Ræða Rússlandsforseta um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu afhjúpar hræddan leiðtoga að mati Rósu Magnúsdóttur, prófessors í sagnfræði. Í ræðunni felist stríðsyfirlýsing gagnvart vestrinu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Banaríkin ætla að herða refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og G7 ríkin hyggjast sekta þau lönd sem styðja innlimun Rússa á héruðunum fjórum. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá.
Framburður þeirra sakborninga sem eru ákærðir fyrir morðið á Armando Beqiri í Rauðagerði tók ítrekuðum breytingum og hjá sumum þeirra stóð ekki steinn yfir steini. Þetta sagði saksóknari á lokadegi réttarhaldanna í Landsrétti í dag. Verjendur gagnrýndu rannsókn lögreglu og ekki síst upplýsingaskýrslu sem einn þeirra lýsti sem hrollvekjandi. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næstu viku og að þeir verði sex prósent.
Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum, segir það geta verið hvort heldur sem er hættulegt og gagnlegt að nýta alvarleika hryðjuverkarannsóknarinnar til að koma í gegn umdeildum breytingum hjá lögreglunni. Umræðan sé þörf. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Eyrúnu.
Hætta er talin á að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, reyni að skapa ringulreið og véfengja úrslit forsetakosninganna á sunnudag, 2. október, hljóti hann ekki flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna.
Sverrir Guðnason er tilnefndur til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna fyrir leik sinn í Konunglegu leyndarmáli, En kunglig affär. Þar leikur Sverrir ástmann Svíakonungs, Kurt Haijby, sem var síðar dæmdur fyrir að kúga fé út úr sænsku konungsfjölskyldunni. Verðlaunin verðaveiytt 21. nóvember.
Fjörutíu ár eru í dag frá því að fyrsti þáttur sjónvarpsseríunnar Cheers eða Staupasteins var sýndur í Bandaríkjunum. Þeir gengu í ellefu ár.