Kennaranámið er í stöðugri deiglu og hlusta verður á gagnrýnisraddir stúdenta um uppbyggingu þess segir Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Skólarnir eru að byrja þessa dagana og í vesturbæ Reykjavíkur stendur Menntavísindasviðið á tímamótum, starfsemi þess er að hefjast á nýjum stað á Sögu. Iðnaðarmenn eru enn að störfum hér og þar í húsinu en Kolbrún Þorbjörg fagnar flutningnum. Menntavísindasviðið varð til þegar Kennaraháskólinn sameinaðist Háskóla Íslands 2008.
Innviðaráðherra kynnti framtíðarsýn sín í samgöngumálum á Innviðaþingi í morgun og fór yfir þær framkvæmdir á innviðum landsins sem eru honum efst í huga - hann boðar nýja samgönguáætlun, vill byrja að bora, moka og sprengja sem allra fyrst, hefja framkvæmdir við Sundabraut og stofna innviðafélag til að halda utanum fjármögnun stærri samgönguframkvæmda.