133 starfsmönnum Isavia var sagt upp í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt. Störfum hjá Isavia hefur fækkað um 40 prósent frá því Covid-19 faraldurinn hófst.
Icelandair er kerfislega mikilvægt fyrirtæki og verulegir samfélagslegir hagsmunir í húfi, sagði fjármálaráðherra í umræðu á Alþingi um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Stjórnarandstæðingar veltu fyrir sér hvaða fordæmi væri sett.
Forseti Frakklands segir að ríki heims verði að taka höndum saman til hjálpar stjórnvöldum í Líbanon eftir sprenginguna fyrr í mánuðinum. Hætta er á borgarastyrjöld í landinu verði ekkert að gert.
Kosið verður í fjórar heimastjórnir og sveitarstjórn í nýju sveitarfélagi á Austurlandi 19. september.
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta komst í uppnám þegar leikmenn lögðu niður störf í vikunni. Þeir sögðu að of lengi hefðu svartir Bandaríkjamenn búið við misrétti og lögregluofbeldi.