Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir hverfandi líkur á að fólk geti veikst oftar en einu sinni af COVID-19. Fyrirtækið ætlar að rannsaka hvort þeir sem ekki mynda mótefni gegn veirunni séu samt ónæmir fyrir henni.
Frá miðnætti aðfaranótt laugardags verða allir sem fara frá Íslandi til Noregs að fara í 10 daga sóttkví. Ísland er komið á rauða listann hjá Norðmönnum.
Mótmæli halda enn áfram í Beirút þrátt fyrir afsögn ríkisstjórnar landsins. Nokkrir hafa verið nefndir sem arftakar Hassans Diab en kallað er eftir viðamiklum umbótum í stjórnmálum og efnahagslífi Líbanons.
Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum.
Þúsundum tónlistarviðburða hefur verið aflýst hér á landi og gríðarlegt tekjufall er hjá tónlistarfólki. Samstarfshópur tónlistarmanna á nú í viðræðum við stjórnvöld um hvernig halda megi tónlistarlífi gangandi. Bergljót Baldursdóttir talar við Guðrúnu Björk Bjarnadóttur og Maríu Rut Reynisdóttir.
Sjávarútvegsmálin eru erfiður hjalli í samningum Breta við Evrópusambandið. Þau mál mótast meðal annars af tilurð fiskveiðistefnu ESB og þar koma þorskastríðin beint og óbeint við sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.