Sex manns hafa látist hér á landi úr COVID-19 sjúkdómnum. Landlæknir segir að þessi dauðsföll sýni hve veiran geti verið hættuleg.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins segir óljóst hvernig flugsamgöngur til Íslands verði eftir páska og hvetur Íslendinga sem ætla heim að fljúga með Icelandair fyrir páska.
Dauðsföll í Bretlandi af völdum COVID-19 eru komin yfir fimm þúsund. Stjórnvöld segja ómögulegt að segja fyrir um hvenær farsóttin nái hámarki.
Setja þarf miklu strangari reglur um ferðamenn, bæði með skemmtiferðaskipum og almennt, þegar COVID-19 faraldurinn fjarar út, segir sóttvarnalæknir.
Miðstjórn ASÍ hafnaði í gær að fyrrverandi fyrsti forseti sambandsins og varaformaður VR fengju að draga úrsagnir sínar úr miðstjórn til baka. Stjórnin féllst hins vegar á að formaður VR kæmi til baka.
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamann. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Valdimar Guðmundsson, Hallveigu, Rúnarsdóttur,Steinunni Birnu Rúnarsdóttur og Erling Jóhannesson.
Formaður Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta er á sjúkrahúsi vegna COVID-19 veikinda. Og nýr leiðtogi Verkamannaflokksins lofar harðri en uppbyggilegri stjórnarandstöðu. Elísabetu drottning ávarpaði þjóðina í gær og minnti Breta á gildi samstöðu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.