Sóttvarnalæknir ræður fólki frá ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu og beinir því til Íslendinga sem koma þaðan að fara í sóttkví vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Sáttafundur í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar sem hófst klukkan hálf þrjú stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara. Verkfall Eflingar er nú á tíunda degi.
Sýn, sem rekur meðal annars fjölmiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, hefur falið lögmanni sínum að undirbúa höfðun dómsmáls vegna ríflega ellefu hundruð milljóna króna kröfu sem Sýn gerir á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fyrirtækinu 365, sem er í þeirra eigu.
Samráðsgátt stjórnvalda og lengri umsagnarfrestur hefur gert það að verkum að lengri tíma tekur að leggja mál fyrir Alþingi, segir forsætisráðherra. Málsmeðferðin verður hins vegar vandaðri.
Tuttugu ár eru í dag frá síðasta Heklugosi. Varað var við gosinu í útvarpsfréttum stundarfjórðungi áður en það hófst.
Í Speglinum verður rætt við þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans um gagnsæi í sjávarútvegi. Arnar Páll Hauksson talaði við þau.
Fyrir meira en ári bað Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, landsmenn lengstra orð að búa nú til fleiri börn. Fæðingatíðnin fellur jafnt og þétt og of fá norsk börn fæðast til að halda stofninum við. En hefur hvatning forsætisráðherra skilað árangri nú ári síðar? Gísli Kristjánsson segir frá.