Gestir þáttarins voru Björn Jón Bragason sagnfræðingur, Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á Stundinni. Rætt var um umdeilt viðtal við Kára Stefánsson í Kastljósi, þátttöku Íslenskrar erfðagreiningar í skimunum við landamærin, opnun landsins um miðjan júní, skýrslu ríkisendurskoðunar á hlutabótaleiðinni, gagnrýni ASÍ á þátttöku ríkisins í greiðslu á uppsagnarfresti hjá fyrirtækjum vegna Covid-19, óeirðir í Bandaríkjunum og deilur Bandaríkjaforseta við Twitter, frumvarp um upplýsingalög sem forsætisráðherra lagði fram en var vísað frá í nefnd, Samherjamálið og stöðu Dominic Cummings, ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred