Gestir Vikulokanna eru Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Byrjað verður að skima fólk við komu til landsins á mánudag og tekist hefur verið á um ágæti þeirra hugmyndar, fjármálaráðuneytið tók fyrir að Þorvaldur Gylfason yrði ritstjóri á norrænu fagriti um hagfræði, ríkissaksóknari Svíþjóðar hélt blaðamannafundi í vikunni og lýsti yfir hver hann teldi vera morðingja Olaf Palme, ný hlutdeildarlán til fyrstu íbúðarkaupenda voru kynnt, og mótmælaalda geisar í Bandaríkjunum í kjölfar dráps lögreglunnar á George Floyd.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon