Viðbúið er að það taki ferðaþjónustuna allt að tvö ár að jafna sig eftir faraldurinn. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG gerði fyrir ferðamálastofu.
Sóttvarnalæknir segir að ef reynt hefði verið að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni hérlendis hefði það getað haft skelfilegar afleiðingar.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur hættu á að yfir 300 þúsund eigi eftir að deyja af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Afríku. Vísbendingar eru um að kórónuveiran breiðist þar hratt út.
Formaður VR segir að verkalýðshreyfingin muni láta sverfa til stáls, verði launafólk skilið eftir í niðursveiflunni. Svo getur farið að kjarasamningum verði sagt upp vegna vanefnda ríkisstjórnarinnar.
Kórónuveiran leggst bæði á ríka og fátæka. Við erum öll í þessu saman, en samt ekki. Prófessor í félagsfræði segir faraldurinn afhjúpa ójöfnuð í samfélaginu.
Í vikunni var ár liðið frá bruna Notre Dame kirkjunnar í París. Þá stóð heimurinn á öndinni, nú einokar veiran hugann. Kirkjan er þó ekki gleymd.