Spegillinn 7. desember 2022
Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
Samninganefnd Eflingar hefur vísað viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir sagði frá. Rætt var við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formann Rafiðnaðarsambands Íslands.
Efling var í dag dæmd til greiðslu bóta í úrskurðum þriggja dóma sem fyrrverandi starfsmenn félagsins höfðuðu í kjölfar uppsagna. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir sagði frá.
Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að málaflokkur fatlaðs fólks vegi þungt í 15 milljarða hallarekstri borgarinnar. Viðræðum á milli ríkis og sveitarfélaga um málaflokkinn verði að ljúka sem fyrst. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segist vita til þess að ríkisstjórnin sé með lausnir á teikniborðinu. Bjarni Rúnarsson ræddi við þau um nýgerða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft mikil áhrif á þróun öryggismála í Evrópu. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands hefur aukist samkvæmt nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana.
Íbúafjölgun í Norðurþingi hefur verið talsvert hraðari en sveitarstjórn gerði ráð fyrir og húsnæði skortir, þá helst á Húsavík. Katrín Sigurjónsdóttir veitarstjóri segist binda vonir við að á næstu árum náist að anna eftirspurn. Velt sé við öllum steinum til þess að anna eftirspurn eftir húsnæði. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Katrínu.
Kviðdómur í New York-ríki sakfelldi í gær The Trump Organization, fasteignafyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir skattsvik. Sjálfur var hann ekki ákærður í málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.