Gestir þáttarins voru Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi umhverfisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, leikskólastarfsmaður og varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Rætt var um Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur, óvissu um starfsemi álvers Rio Tinto í Hafnarfirði, kjaramál og verkfallsaðgerðir, kólnun í hagkerfinu, leiðir til að sporna við því og hlutverk nýsköpunar.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred