Spegillinn

Konu sleppt úr haldi, rafmagnsleysi í vesturhluta Reykjavíkur, óveður


Listen Later

Eiginkona mannsins sem var stungin til bana í Ólafsfirði á mánudag var látin laus úr haldi í dag, að því er lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti undir kvöld. Einn er enn í gæsluvarðhaldi
Bilun í spennistöð við Barónstíg í Reykjavík varð til þess að rafmagnslaust varð í borginni vestanverðri síðdegis. Búist var við að viðgerð lyki ekki fyrr en um eða eftir miðnætti, en betur gekk en á horfðist í fyrstu. Oddur Þórðarson ræddi við Breka Logason, upplýsingafulltrúa Veitna.
Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri hjá almannavörnum, segir að taka verði alvarlega norðanstorminn sem í aðsigi er á sunnudag. Veðurstofa hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna óveðursins. Íbúar og eigendur fyrirtækja á Oddeyri á Akureyri eru hvattir til að vera vel á verði vegna flóðahættu á sunnudag. Hólmfríður Dagný Kristjánsdóttir ræddi við Jón Svanberg.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til aðgerða svo að óstöðugleiki á fjármálamörkuðum verði ekki viðvarandi ástand. Pétur Magnússon sagði frá.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur tilkynnt forvera sinn til Persónuverndar fyrir að hafa farið inn á tölvupóstfang Sólveigar eftir að hún hætti störfum á síðasta ári. Mál af þessum toga eru algeng hjá Persónuvernd, en ekki er sama hvernig yfirmenn bera sig að við þessar aðstæður. Alexander Kristjánsson fór yfir málið með Helgu Sigríði Þórhallsdóttur, sviðsstjóra eftirlits hjá Persónuvernd.
Íslendingar fóru alls um sextíu þúsund flugferðir frá landinu í september, og hafa aldrei verið á viðlíka faraldsfæti í þessum mánuði.
Kristján Sigurjónsson ræddi við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Bryndísi Haraldsdóttur um kynnisför þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til Noregs og Danmerkur á dögunum til að glöggva sig á stefnu nágrannaþjóðanna um mótttöku flóttafólks og þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Fram kom m.a. að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Hlutfallslega fleiri umsóknir eru um alþjóðlega vernd á Íslandi en á annars staðar á Norðurlöndum.
Friðarverðlaun Nóbels voru kynnt í Ósló í dag. Þau eru að þessu sinni þrískipt og helguð mannréttindum. Minnt er á hvernig mannréttindabrot og virðingarleysi fyrir alþjóðalögum leiðir til stríðs eins og í Úkraínu. Verðlaunin hlutu hvítrússneski lögmaðurinn og baráttumaðurinn Ales Bialitski; rússnesku mannréttindasamtökin Memorial; og úkraínsku samtökin Miðstöð borgaralegra réttinda. Gísli Kristjánsson sagði frá.
Sjö ára drengur, Tariq að nafni. hefur öðlast mikla frægð á samfélagsmiðlum síðustu vikur vegna
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners