Spegillinn

Kosið fyrir vestan á morgun


Listen Later

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Þegar hafa yfir 95 milljónir kosið utan kjörfundar. Rætt við Ingólf Bjarna Sigfússon sem fylgist með kosningunum.
Samtals eru nú 72 á sjúkrahúsi með covid veikindi, þar af fjórir á Akureyri. Einn lést í gær. Niðurstöðu úttektar á hópsmitinu á Landakoti er að vænta eftir helgi.
Angela Merkel kanslari vonast til þess að jólahald geti verið með eðlilegum hætti í Þýskalandi, en útilokar að landsmenn sleppi fram af sér beislinu um áramótin.
Hertar sóttvarnarreglur í skólum gera nemendum í iðngreinum erfitt um vik að stunda nám þar sem fjarnám er ekki mögulegt. Aðeins tíu mega vera saman í stofu þar sem áður máttu vera þrjátíu.
Grunnskólakennarar út um allt land hafa í dag setið sveittir við að skipuleggja skólahaldið næstu vikurnar í samræmi við nýjar sóttvarnareglur. Ákveðnar reglur gilda um 1. til 4 bekkinga. Tveggja metra reglan nær ekki til þeirra og þeir þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í hverju rými. Tveggja metrar reglan gildir um 5-10, bekkinga og þeir þurfa að nota grímur ef ekki er hægt að koma við 2ja metra reglunni.
Arnar Páll Hauksson talaði við Sigríði Heiðu Bragadóttur skólastjóra Laugarnesskóla í Reykjavík og Eyrúnu Skúladóttur skólastjóriGlerárskóla á Akureyri um skólahaldið sem eru fram undan.
Margir aðdáendur Trump forseta telja sigurinn í höfn í forsetakosningunum á morgun og allt annað séu kosningasvik. Þeir taka þar meira mið af þeim mikla fjölda úr þeirra röðum sem haft hefur sig mjög í frammi á kjörfundum og við kjörstaði undanfarna daga fremur en því sem kann að koma upp úr kjörkössunum, þar sem Biden er spáð sigri þótt kjósendur hans láti minna á sér bera. Gjáin á milli tveggja forsetaframbjóðenda og fylgjenda þeirra hefur sjaldan verið dýpri og klofningur bandarísku þjóðarinnar jafn áberandi og nú fyrir vestan þar sem Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er að fylgjast með fylgjast með sínum fjórðu forsetakosningum.
Ferðatakmörkunum og útgöngubanni á Spáni var mótmælt í að minnsta kosti 15 borgum víðs vegar um landið í gærkvöldi og nótt. Meira en 60 mótmælendur voru handteknir og á annan tug lögreglumanna slasaðist í mótmælunum. Jóhann Hlíðar Harðarson á Spáni segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners