Spegillinn

Kosið í Bandaríkjunum, fólk á flótta og fjöldaframleidd föt


Listen Later

Spegillinn 8. nóvember 2022
Þingkosningar í Bandaríkjunum standa nú yfir. Repúblikönum er spáð góðu gengi í kosningum til fulltrúadeildar en spennan er mikil í kosningum til öldungadeildar.
Óvíst er hvort fatlaður maður sem vísað var úr landi í síðustu viku kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu. Lögmaður hans fór fram á það í dag að hann verði kallaður fyrir héraðsdóm.
Erfitt er að nálgast málefni flóttafólks af yfirvegun, segir lektor í lögfræði við Háskóla Íslands. Fólk má auðvitað sýna tilfinningar, en gera verði þá kröfu að talað sé út frá staðreyndum og bestu þekkingu.
Ekkert bendir til þess að efnahagsástandið í löndunum í kringum okkur hafi áhrif á jólaverslunina hér á landi. Hún er ekki hafin en viðbúið að hún fari í gang tuttugasta og fimmta nóvember, en þá er svokallaður svartur föstudagur.
Er Ísland að drukkna í flóttafólki? Þetta var yfirskrift hádegisfundar sem Alþjóðamálstofnun Háskóla Íslands og fleiri boðuðu til í í dag. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór þar yfir ýmis atriði í innlendu og alþjóðlegu regluverki í málefnum flóttafólks, málaflokki sem vekur tíðum upp heitar og tilfinningaríkar umræður. Spegillinn ræddi við Kára Hólmar eftir fundinn í dag.
Margir kaupa föt langt umfram þarfir, og fjöldaframleiðsla á fatnaði er stórt umhverfisvandamál. Fyrir skemmstu tók Rauði Krossinn föt frá kínverska fataframleiðandanum SHEIN úr umferð vegna mögulegra eiturefna í fötunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður ræddi við Magneu Einarsdóttur fatahönnuð um fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þær skoðuðu kápu sem kostar í vefverslun 35 evrur, eða um fimm þúsund íslenskar krónur. Hvernig er kápa sem þessi framleidd?
Stjórnvöld á Ítalíu meina nokkur hundruð hælisleitendum að stíga í land úr björgunarskipum sem komu til hafnar í Sikiley um síðustu helgi. Þriðja skipið bættist við í dag og nokkur eru á leið til eyjarinnar.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners