Heimsglugginn

Kosningar á Norður-Írlandi og möguleg NATO-aðild Finna og Svía


Listen Later

Kosið er til þings Norður-Íra í dag og í fyrsta sinn í meir en aldargamalli sögu landshlutans eru möguleikar á því að lýðveldissinnar, sem vilja sameinast Írska lýðveldinu, verði stærsti flokkur á þingi. Hingað til hafa þeir flokkar sem vilja viðhalda sambandinu við Bretland verið í meirihluta á norður-írska þinginu. Sinn Fein, stærsta flokki lýðveldissinna, er spáð góðu gengi. Flokkurinn hefur þó ekki lagt neina sérstaka áherslu á stöðu Norður-Írlands, kosningabaráttan hefur meira fjallað um daglegt líf, slæmt heilbrigðiskerfi og verðbólgu. Sambandssinnar í Lýðræðislega sambandsflokknum, DUP, hafa lagt mesta áherslu á að losna verði við svokallaða Norður-Írlandsbók í Brexit-samningnum. Í henni er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði hluti innri markaðar Evrópusambandsins en jafnframt hluti breska ríkisins, United Kingdom.
Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust í Kaupmannahöfn þar sem þeir áttu sameiginlegan fund með Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands. Blaðamannafundur þeirra snerist þó mest um mögulega inngöngu Finna og Svía í NATO. Forsætisráðherrar NATO-ríkjanna Danmerkur, Íslands og Noregs lofuðu að styðja hraða afgreiðslu ákveði Finnar og Svíar að sækja um aðild.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners