Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn stoðdeildar ríkislögreglustjóra segir að leit sé ekki hafin af egypsku fjölskyldunni sem átti að vísa frá landi í morgun. Fjölskyldan var ekki á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild lögreglunnar ætlaði að fylgja þeim í flug. Ekki er vitað hvar fólkið dvelur og lögreglan hefur ekki lýst eftir fólkinu.
Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Breiðholti og Grafarvogi í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna. Tveir íbúar eru í sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs segir að óskað hafi verið eftir forgangi í allsherjarskimun hjá starfsfólki og íbúum. Um 13 starfsmenn eru í sóttkví. Leita þarf til fyrrum starfsmanna til að starfsemin haldist órofin.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki búast við að aðgerðir innanlands verði hertar einungis vegna þess að þrettán smituðust innanlands í gær, en af þeim var aðeins einn í sóttkví.
----
Spegillinn í kvöld er að mestu helgaður umræðuþætti vegna kosninga í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi um helgina. Rætt verður við oddvita framboðslistanna fimm, þeireru Stefán Bogi Sveinsson (B), Gauti Jóhannesson (D), Hildur Þórisdóttir (L), Þröstur Jónsson og Jódís Skúladóttir (V).
Umsjón fréttahluta: Pálmi Jónasson,
Umsjón kosningahlutans: Anna Kristín Jónsdóttir og Rúnar Snær Reynisson