Verið er að skoða möguleika á því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittist á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Fjarvera forsætisráðherra hefur vakið heimsathygli.
Eldar í Amazon-regnskóginum í Brasilíu verða eitt aðalumræðuefnið á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Frakklandi um helgina. Brasilíuforseti íhugar að senda herinn til að reyna að ráða niðurlögum eldanna.
Félag eldri borgara í Reykjavík hefur nýtt sér kauprétt að íbúð í Árskógum, sem kaupendur neituðu að greiða hærra verð fyrir. Lögmaður kaupenda segir að svona gangi fasteignaviðskipti ekki fyrir sig.
Matvælastofnun hefur sett kjúklingabú í einangrun vegna tveggja sjúkdóma sem greinst hafa í kjúklingum þar
Stórfelld skriðuföll þarf að taka alvarlega, að mati jarðfræðings sem kallar eftir auknu fjármagni til að efla rannsóknir og vöktun. Íslendingar hafi sofið á verðinum gagnvart hugsanlegum bergskriðum, eins og í Reynisfjöru.
Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum er krafa um að allir opinberir launamenn fái sex vikna sumarfrí.
Það er mikilvægt að haustrigningarnar klikki ekki eftir þurrka sumarsins, þetta segir veðurfræðingur.