Í þættinum var byrjað að ræða við Kristján Sigurjónsson, sem heldur úti síðunni Túristi.is. um áhrif Covid-19 á ferðaþjónustu sem og stöðuna í Svíþjóð þar sem hann býr. Hjálmar Gíslason, forstjóri Grid, og Þórunn Sveinbjarnardóttir komu í hljóðver og ræddu fréttir vikunnar, ásamt Gylfa Ólafssyni, forstöðumanni heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem var á línunni frá Ísafirði. Rætt var um alvarlega stöðu sem komin er upp á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, efnahagsaðgerðir stjórnvalda, kjör hjúkrunarfræðinga, stöðuna á alþjóðavettvangi og fleira.
Umsjón; Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson