Vinkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Sigríður Thorlacius völdu ólíkar leiðir í söngnum en hefur lengið dreymt um að syngja saman. Nú verður sá draumur að veruleika, því á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði býðst gestum að hlýða á sérsniðna tónleika með tónlist Kurt Weill í útsetningum Þórðar Magnússonar, þar sem þær stöllur syngja saman og sín uppáhalds númer. Við heyrum af vináttu og verkefni söngvinkvennanna í þætti dagsins.
Óskar Arnórsson flytur okkur líka sinn fjórða pistil í nýrri pistlaröð og fjallar um arkitektúr og umhverfi. Þá kynnum við okkur viðburð sem vafalaust verður meðal leikhúsviðburða sumarsins, en í kvöld og annað kvöld verður dansleikhúsverkið Life in this house is over sýnt í Tjarnarbíói. Leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay en verkið er samstarf Grotowski Institute, Pina Bausch Zentrum og Teatr Zar, með miklum fjölda dansara og leikara.
Í lok þáttar rifjum við svo upp aðdragandann að kosningarétti kvenna og kjörgengi til Alþingis með kistubroti úr þætti Helgu Birgisdóttur og Brynhildar Heiðar og Ómarsdóttur um sögu íslenskrar kvennabaráttu á 20. og 21. öldinni.