Engin svör frá ríkislögmanni, lögreglu eða Landspítala hafa borist foreldrum barns sem lést nýfætt vegna læknamistaka á Landspítalanum 2015. Þau hafa beðið svara í þrjú ár. Lögmaður þeirra sagði ríkislögmanni í morgun að biðin væri á enda.
Ísland ætti að huga að því að taka reglulega sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig geti Ísland aukið þrýsting á að bætt sé úr mannréttindabrotum í heiminum.
Gríðarlegir skógareldar loga nú á Spáni og enn hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu þeirra þrátt fyrir að hundruð slökkviliðsmanna berjist við þá.
Lengri umfjallanir:
Ísland gæði orðið hálfgert Kúveit norðursins með því að flytja út vetni í stórum stíl. Þetta segir verkfræðingur sem telur að vindorka gæti staðið undir vetnisframleiðslunni. Arnar Páll Hauksson ræðir við Hafstein Helgason.
Síðustu vikur hefur fjöldi fólks mótmælt stjórn forsætisráðherra Tékklands, í stærstu mótmælaaðgerðum frá tímum flauelsbyltingarinnar. Svo virðist þó sem hann ætli að standa af sér storm spillingarásakana. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
Umfangsmikið sælgætissmygl hefur átt sér stað milli Svíþjóðar og Danmerkur síðustu ár. Upphæðirnar hlaupa á milljörðum. Kári Gylfason í Gautaborg.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir