Spegillinn 19.08.2020
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Tæknimaður: Davíð Berndsen
Tilkynningum um kynferðisbrotum hefur fækkað um helming það sem af er ári í samanburði við síðustu þrjú ár. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar útilokar ekki að það tengist kórónuveirufaraldrinum. Rætt við Ævar Pálma Pálmason, nýjan yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar
Nýjar reglur tóku gildi á landamærunum í dag. Farþegar voru mishrifnir af þeim en létu þær engu að síður ekki stöðva sig í að heimsækja landið. Rætt við ferðamenn í Leifsstöð.
Eftirlit með smitum á landamærum hér á landi er nú með því strangasta sem tíðkast í Evrópu. Rætt við Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum sem segir skynsamlegt fyrir eyríki að gæta vel að landamæraeftirliti í heimsfaröldrum.
Miklar breytingar verða á flugvélaflota Icelandair á næstu árum. Sex nýjar Boeing 737 MAX vélar bætast í flotann næstu tvö árin og 16 nýjum vélum við í flotann eftir fjögur ár .
Sádí Arabísk yfirvöld segja friðarsamning við Palestínu eina möguleika þeirra á að koma á diplómatískum tengslum við Ísrael. Best væri fyrir Sáda að lausn Palestínudeilunnar væri byggð á friðaráætlun Arababandalagsins.
Koma má í veg fyrir heimsfaraldra eins og Covid-19 ef þjóðir heims kæmu sér saman um að setja um tuttugu milljarða dollara á ári í að draga úr eyðingu regnskóga og viðskiptum með villt dýr. Þetta segir hópur alþjóðlegra vísindamanna sem birt hafa grein í vísindatímaritinu Science. Bergljót Baldursdóttir ræddi við dr. Aaron Bernstein, barnalækni sem stýrir miðstöð loftslags-, heilbrigðis- og umhverfismála við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er einn af höfundum greinarinnar.
Starfshópur leggur til að 7,7 milljörðum verði varið á næstu þremur árum til mennta og vinnumarkaðsaðgerða. Mögulegt verði að hefja nám á atvinnuleysisbótum. Arnar Páll Hauksson tólk saman
Norðmenn vilja meira hvalkjöt. Það er óvænt aukaverkun af kórónaveirunni. Hvalkjöt er þó ekki talið búa yfir lækningamætti heldur hitt að Norðmenn hafa í sumar beint ferðum sínum norður í land á slóðir þeirra fáu hrefnuveiðimanna sem enn eru eftir. Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá