Í dag er dagur íslenskrar náttúru, og við hefjum þáttinn á því að ræða við líffræðinginn og rithöfundinn Nínu Ólafsdóttur, um fyrstu skáldsögu hennar, Þú sem ert á jörðu, sem kom út hjá Forlaginu í liðinni viku. Óskar Arnórsson fjallar í pistli vikunnar um arkitektúr og fisk og við lítum við í Hólavallakirkjugarði, sem er ekki bara meðal fegurstu garða landsins, heldur einnig stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur, eins og listfræðingurinn Björn Th Björnson kallaði hann í bókinni Minningamörk í Hólavallagarði. Þar er til að mynda að finna mósaíkverk hins danska Elof Risebye, á legsteini Guðmundar Thorsteinssonar, eða Muggs, sem nýverið var gert upp af ítölskum forverði. Við hittum Heimir Janusarson, forstöðumann Hólavallakirkjugarðs við leiði Muggs í þætti dagsins.